Sambandið

Morg­un­fund­ur Sam­bands­ins og ÍSÍ um íþrótt­ir

Samband íslenskra sveitarfélaga og ÍSÍ standa fyrir morgunfundi um íþróttir á Grand hótel þann 19. maí næstkomandi. Léttur morgunverður í boði frá kl. 8:30 og dagskrá hefst kl. 8:50. Frekari upplýsingar og skráningarform má finna hér. Frítt er á ráðstefnuna og öll velkomin. Á fundinum verður ný greining Sambandsins á stuðningi sveitarfélaga við íþróttastarf í landinu kynnt auk þess sem Vésteinn Hafsteinsson, ráðgjafi í Afreksmiðstö Íslands, mun segja frá samvinnu ÍSÍ og sveitarfélaga um allt land. Þá verða pallborðsumræður með fulltrúum íþróttahreyfingarinnar, sveitarfélaga og stjórnvalda. Áætlað er að fundinum ljúki kl. 10:30.Frítt er á fundinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku.

19. maí 2025

Háteigur - Grand hótel Reykjavík

Kl. 08:30

Skrá á viðburð