Samband íslenskra sveitarfélaga leitar eftir jákvæðum, drífandi og glaðlyndum einstaklingi í hálft starf á sviði bókhaldsþjónustu. Um er að ræða 50% starf og er vinnutíminn frá 12.30-16.00 alla virka daga.

Starfið felst einkum í bókun, greiðslu og gerð reikninga auk annarra fjármálatengdra skrifstofustarfa á þjónustusviði en sviðið þjónustar ýmsar samstarfsstofnanir með bókahaldsþjónustu.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um framtíðarstarf er að ræða.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Bókanir og greiðslur reikninga
- Útgáfa reikninga og innheima
- Móttaka og færslur á greiðslum
- Tilfallandi uppgjör
- Önnur fjármálatengd störf á þjónustusviði
Menntunar- og hæfniskröfur
- Mjög góð þekking á bókhaldi og afstemmingum
- Mjög góð almenn tölvukunnátta
- Reynsla af sambærilegu starfi er skilyrði
- Nákvæm, skipulögð og áreiðanleg vinnubrögð
- Framúrskarandi samskiptahæfni, rík þjónustulund, frumkvæði og samviskusemi
Fríðindi í starfi
- Sambandið er framsækinn og skemmtilegur vinnustaður
- Þátttaka í þjónustuteymi sem vinnur að eflingu íslenskra sveitarfélaga
- Boðið er upp á opið og samvinnumiðað vinnuumhverfi
- Hér starfar samheldinn hópur og starfsfólk fær gott svigrúm til starfsþróunar
- Heilsueflandi og fjölskylduvænt starfsumhverfi, boðið er upp á heilsustyrk.
- Jafnræðis er gætt í hvívetna við ráðningu og leitast er við að mannauður Sambandsins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins
Nánari upplýsingar veitir Valur Rafn Halldórsson sviðsstjóri þjónustusviðs, netfang: valur.rafn.halldorsson@samband.is, eða í síma 515-4900.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf, þar sem fram kemur m.a. rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 18. ágúst nk.