Í dag, miðvikudaginn 10. september, er gulur dagur í gulum september. Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum.

Starfsfólk Sambandsins mætti í gulu í tilefni af gulum september.
Markmiðið með verkefninu er að efla meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna. Auk þess að vera til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju.
Starfsfólk Sambandsins mætti í gulum klæðnaði í Borgartúnið til að sýna átakinu stuðning.
Nánar á www.gulurseptember.is