Sambandið fagnar áformum stjórnvalda til að styðja við meiri verðmætasköpun í landinu og auka lífskjör fyrir íbúa um allt land.

Hagvöxtur hefur undanfarið verið knúinn áfram af hraðri fólksfjölgun sem hefur aukið álag á opinbera innviði og þjónustu. Sambandið er tekur undir með ríkisstjórninni að efla þarf opinbera fjárfestingu því opinberir innviðir eru undirstaða verðmætasköpunar.
Sveitarfélög eru þriðjungur hins opinbera. Samtal ríkis og sveitarfélaga er því lykilforsenda árangursríkrar atvinnustefnu. Með virku samtali og samstarfi skapast heildstæð sýn á atvinnuþróun og nýsköpun sem stuðlar að jafnvægi í atvinnu- og byggðaþróun.
Sambandinu hlakkar til samtals við ríkið um það hvernig sveitarfélög geta lagt sitt af mörkum í að styðja við meiri hagvöxt hér á landi á komandi árum.