Samráðsgátt
Endurskoðun stjórnvaldsfyrirmæla um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
8. desember 2025
Sambandið vekur athygli á því að í Samráðsgátt er nú til umsagnar endurskoðun stjórnvaldsfyrirmæla um Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga eftir setningu laga nr. 56/2025.

Innanríkisáðuneytið hefur undanfarið unnið að endurskoðun á gildandi regluverki um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga í kjölfar þess að sett voru sérstök lög um sjóðinn á vorþingi. Hefur ráðuneytið átt samráð við ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs og Samband íslenskra sveitarfélaga um þau drög sem nú eru birt til umsagnar í samráðsgátt.
Helstu breytingar sem leiða af lagabreytingum eru:
- Sett verður ný reglugerðar um almenn jöfnunarframlög.
- Reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga fjallar eingöngu um starfsemi sjóðsins og framlög sem ekki er fjallað um í öðrum reglugerðum.
- Reglugerð um fasteignaskattsjöfnunarframlög fellur úr gildi.
- Fjárhagsleg áhrif.
Sambandið hvetur sveitarfélög til að kynna sér efni stjórnvaldsfyrirmælanna og senda inn umsögn um þau.