Ungmennaráð
Ráðstefna ungmennaráða sveitarfélaga 2025
27. nóvember 2025
Ráðstefna ungmennaráða sveitarfélaga 2025 fer fram 5. desember á Hilton Reykjavík Nordica. Ráðstefnan er haldin í tilefni af 80 ára afmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga og er mikilvægur vettvangur fyrir samráð við unga íbúa landsins.

Á ráðstefnunni koma saman fulltrúar ungmennaráða sveitarfélaga víðs vegar af landinu til að ræða málefni sem snerta ungt fólk, lýðræði og aðkomu að ákvarðanatöku. Markmiðið er að efla rödd ungmenna í sveitarstjórnarstarfi og skapa vettvang fyrir nýjar hugmyndir og samstarf.
Frekari upplýsingar um ráðstefnuna og skráningu veitir Ingimar Guðmundsson (ingimar.gudmundsson@samband.is)