Stjórnsýsla
Víðtækar breytingar á sveitarstjórnarlögum í samráðsgátt
25. september 2025
Drög að frumvarpi með tillögum að víðtækum breytingum á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 hafa verið birtar í samráðsgátt stjórnvalda.

Í frumvarpsdrögunum eru lagðar til breytingar á almennum reglum sem varða stjórnsýslu sveitarfélaga, íbúalýðræði og samráð, samvinnu sveitarfélaga, fjármál og reikningsskil sveitarfélaga, starfshætti kjörinna fulltrúa, eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélaga, o.fl.
Í frétt á vef Innviðaráðuneytisins segir að markmiðið með breytingunum sé að efla sveitarstjórnarstigið í heild sinni.
Við minnum sveitarfélög á að lesa vandlega yfir frumvarpsdrögin og að frestur til að senda inn umsögn eða ábendingar er til og með 13. október 2025.