Jöfnunarsjóður
Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2025
24. september 2025
Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn miðvikudaginn 1. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica í Reykjavík.

Á fundinum mun Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra flytja ávarp og ársskýrsla sjóðsins kynnt. Fundarstjóri er Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs.
Dagskrá fundarins:
- Setning
Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs - Ávarp ráðherra
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra - Ársskýrsla Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2024
Guðni Geir Einarsson, sérfræðingur hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga - Málaflokkur fatlaðs fólks – staða á rekstri þjónustu
Arnar Haraldsson, HLH ráðgjöf
Til fundarins eru boðaðir framkvæmdastjórar sveitarfélaga eða staðgenglar þeirra, fulltrúar samtaka sveitarfélaga og aðrir samstarfsaðilar Jöfnunarsjóðs. Fundurinn verður í sal H-I á 2. Hæð og hefst kl. 16. Áætlað er að fundinum ljúki um kl. 17:30.