Umhverfis Ísland
Loftslagsdagurinn 2025 - Þátttaka Sambandsins
23. september 2025
Þann 1. október n.k. verður Loftslagsdagurinn 2025 haldinn í Hörpu og mun sérfræðingur Sambandsins flytja erindi um samþættingu skipulags- og loftslagsmála.

Á miðvikudaginn í næstu viku, þann 1. október, verður Loftslagsdagurinn 2025 haldinn. Umhverfis- og orkustofnun stendur fyrir þessum árlega viðburði um loftslagsmál og er þemað í ár ,,Framtíð í jafnvægi: Hvernig finnum við jafnvægi milli náttúru og aðgerða?‘‘
Sveitarfélögin hafa að sjálfsögðu ákveðnum skyldum að gegna í loftslagsmálum og eru lykilaðili í því að loftslagsmarkmið Íslands náist. Samþætting loftslags- og skipulagsmála er mikilvægt atriði í framlagi sveitarfélaga í loftslagsmálum og mun Finnur Ricart Andrason, sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum hjá Sambandinu, halda erindi þess efnis á Loftslagsdeginum.
Skráning á viðburðinn fer fram á vefsíðu Loftslagsdagsins en þar er einnig að finna dagskránna í heild sinni. Hægt verður að taka þátt á staðnum í Norðurljósasal Hörpu eða í beinu streymi.