Út er komin viðmiðunargjaldskrá vegna grunnskólanáms utan lögheimilissveitarfélags vegna skólaársins 2024/2025.
Viðmiðunargjaldið byggir á beinum kostnaði sveitarfélaga við rekstur almennra grunnskóla sveitarfélaga, ásamt sameiginlegum liðum grunnskóla. Kostnaður vegna innri leigu er utan gjaldskrár sem og ætlað hlutfall vegna sérkennslu. Byggt er á kostnaði sveitarfélaga vegna ársins 2023 og ofan á þann kostnað bætast verðlagsbreytingar frá janúar 2024. Gjaldskráin er stigskipt eftir stærð skóla.
Nánar um viðmiðunarreglur vegna grunnskólanáms utan lögheimilissveitarfélags og gjaldskrá