Sambandið
Samstarfsráð ríkis og sveitarfélaga kom saman
30. október 2025
Samstarfsráð ríkis og sveitarfélaga kom saman til fundar í gær og ræddi sameiginleg málefni sem tengjast stöðu og verkefnum sveitarfélaga. Fast sæti í ráðinu eiga formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra. Með þeim á fundinum var Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, ásamt fulltrúum frá ráðuneytunum tveimur og Sambandinu.

Á fundinum fóru fram kynningar og umræður um fjármál hins opinbera, fjármál sveitarfélaga og ýmis lykilsamstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga, þ.á m. um fjárfestingar í innviðum og málefni fatlaðs fólks. Loks var fjallað um mögulegt stafrænt samstarf ríkis og sveitarfélaga.
Í umboði samstarfsráðs ríkis og sveitarfélaga starfar samstarfsnefnd (oft kölluð Jónsmessunefnd) sem hittist sem hittist mánaðarlega og hefur yfirumsjón með samstarfi ríkis og sveitarfélaga.