Sameining
Sameining Skorradalshrepps og Borgarbyggðar samþykkt
22. september 2025
Íbúar Skorradalshrepps og Borgarbyggðar samþykktu sameiningu sveitarfélaganna tveggja í kosningu sem stóð frá 5.-20. september.

Í Borgarbyggð voru 3.137 á kjörskrá og greiddu 501 atkvæði, sem er tæplega 16% kjörsókn. Af greiddum atkvæðum samþykktu 417 sameininguna en 82 greiddu atkvæði gegn henni.
61 var á kjörskrá í Skorradalshreppi. Alls tóku 54 þátt í atkvæðagreiðslunni, eða 88,5%. Þar af greiddu 32 atkvæði með sameiningunni og 22 gegn henni. Hlutfall þeirra sem kusu með sameiningunni í hreppnum er því 59,26%.
Niðurstaðan er því sú að sameining var samþykkt í báðum sveitafélögunum. Með sameiningunni mun sveitarfélögum fækka um eitt og verða 61 þegar sameiningin hefur formlega gengið í gegn.