Fara í aðalefni

Sam­komu­lag um ramma fyr­ir kjara­samn­ings­gerð við KÍ – verk­föll­um frestað

29. nóvember 2024

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ hafa samþykkt innanhústillögu ríkissáttasemjara um ramma fyrir kjarasamninga.

Kirkjufell við Grundarfjörð.
Kirkjufell við Grundarfjörð.

Öllum verkföllum frestað

Samhliða því hefur KÍ frestað öllum verkföllum og aðilar sammælst um að halda friðarskyldu út janúar 2025 í þeim tilgangi að ljúka gerð kjarasamnings. Kjaraviðræður verða áfram undir verkstjórn embættisins.

Þau börn og kennarar sem hafa verið í verkfalli undanfarnar vikur mæta því til skóla á mánudagsmorgun og kennsla verður með hefðbundnum hætti.