Skipulagsmál
Ný Skipulagsvefsjá komin í loftið
21. október 2025
Skipulagsstofnun hefur opnað nýja Skipulagsvefsjá þar sem má nú nálgast á sama stað allt gildandi svæðis-, aðal- og deiliskipulag, uppdrætti og greinargerðir ásamt stafrænum aðal- og deiliskipulagsgögnum.
Nýju vefsjána má nálgast á léninu skipulagsvefsjá.is og tekur hún við af þeirri gömlu sem verður lokað í byrjun desember.
Meðal þess sem ný Skipulagsvefsjá býður upp á er að nú er hægt að skoða það skipulag sem er í gildi á tilteknu svæði eða fá yfirsýn yfir landnotkunarflokka á hverju svæði með því að velja að birta tiltekna flokka og sleppa öðrum. Allar frekari upplýsingar og leiðbeiningar um nýja Skipulagsvefsjá má nálgast á vef Skipulagsstofnunar.
Vakin er athygli á því að ef vísað er á gömlu Skipulagsvefsjánna á vef ykkar þá þarf að uppfæra tengil á vefsjánna.