Menntun

Leggja til tíma­setta áætl­un um brú­un um­önn­un­ar­bils­ins​

11. desember 2025

Aðgerðahópur um brúun bilsins á milli fæðingarorlofs og leikskóla hefur skilað skýrslu sinni og tillögu að tímasettri áætlun um brúun umönnunarbilsins. 

Forsætisráðherra skipaði hópinn í júní 2025 til að fylgja eftir yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga frá 7. mars 2024, sem birt var í tengslum við undirritun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Hópurinn var skipaður fulltrúum Sambandsins, forsætisráðuneytis, mennta- og barnamálaráðuneytis, félags- og húsnæðismálaráðuneytis, innviðaráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, ASÍ, BHM, BSRB, KÍ og Samtaka atvinnulífsins.

Nánar má lesa um tillögur hópsins á vef Stjórnarráðsins.