Kjaramál
Kjarasamningur við Félagsráðgjafafélag Íslands undirritaður
29. nóvember 2024
Þann 28. nóvember 2024 undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélags Íslands nýjan kjarasamning sem gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.
Frá undirritun samningsins við Félagsráðgjafafélag Íslands þann 28. nóvember 2024.
Samningurinn er í samræmi við þá samninga sem gerðir hafa verið við aðila á vinnumarkaði á þessu ári og hækka laun í samræmi við þær hækkanir á samningstímanum.
Nú fer í hönd kynning á og atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn meðal félagsmanna FÍ. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn mun liggja fyrir þann 12. desember n.k.