Fræðslumál

Er fram­úr­skar­andi kenn­ari, verk­efni og/eða menntaum­bæt­ur í þínu sveit­ar­fé­lagi?

2. maí 2025

Nú getur þú sent inn tillögur um tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2025 sem verða veitt í nóvember næstkomandi.

Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum.

Verðlaunin eru í fimm flokkum:

1.       Framúrskarandi skóla- eða menntaumbætur

2.       Framúrskarandi kennari

3.       Framúrskarandi þróunarverkefni

4.       Framúrskarandi iðn- og verkmenntun

5.       Hvatningarverðlaun til einstaklings, hóps eða samtaka

Frekari upplýsingar og tilnefningarform má finna á hér.

Tilnefningar skulu hafa borist fyrir 1. júní n.k.

Vakin er athygli á því að hægt er að fá ráðgjöf og aðstoð við tilnefningar með því að hafa samband við verkefnisstjóra verðlaunanna, Ingvar Sigurgeirsson, í síma 896 3829 eða í tölvupósti: ingvars(hja)hi.is

Öll geta verið með og sent inn tillögur !