Sambandið

Sturla Böðv­ars­son lát­inn

12. janúar 2026

Sturla Böðvarssonvar lést laugardaginn 10. janúar sl. Sturla var öflugur sveitarstjórnarmaður á hafði mikinn og einlægan áhuga á samfélagsmálum og því hvernig hægt væri að vinna að bættum hag landsbyggðarinnar.

Stykkishólmur
Stykkishólmur

Segja má að leiðir Sturlu og Sambandsins hafi legið saman í ríflega 40 ár. Hann var sveitarstjóri og síðar bæjarstjóri í Stykkishólmi frá 1974 til 1991 er hann var kjörinn á þing, þar sem hann varð síðar samgönguráherra 1999-2007. Hann sneri aftur í stól bæjarstjóra kjörtímabilið 2014-2018. Hann átti sæti í fulltrúaráði Sambands íslenskra sveitarfélaga 1978-1990, formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 1981-1982 og formaður stjórnar Hafnasambands sveitarfélaga 1988-1994.

Stjórn og starfsfólk Sambands íslenskra sveitarfélaga og Hafnasambands Íslands senda Hallgerði Gunnarsdóttur, eiginkonu Sturlu, og börnum þeirra okkar dýpstu samúðarkveðjur.

Sturla á Hafnasambandsþingi 2014 en þá var hann kominn aftur í stól bæjarstjóra í Stykkishólmi. Með honum á myndinni eru Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, og Karl Björnsson þáverandi framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga.