Stjórnsýsla
Kynningarfundur um sveitarstjórnarlög
30. september 2025
Sambandið og innviðaráðuneytið boða til kynningarfundar um fyrirhugaðar breytingar á sveitarstjórnarlögum, en ráðuneytið hefur kynnt víðtækar breytingar á sveitarstjórnarlögum í samráðsgátt.

Fundurinn, sem er rafrænn, fer fram mánudaginn 6. október, klukkan 8:15.
Í frumvarpsdrögunum eru lagðar til breytingar á almennum reglum sem varða stjórnsýslu sveitarfélaga, íbúalýðræði og samráð, samvinnu sveitarfélaga, fjármál og reikningsskil sveitarfélaga, starfshætti kjörinna fulltrúa, eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélaga, o.fl.
Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að skila umsögn er til og með 13. október 2025.
Á fundinu mun ráðuneytið kynna frumvarpið og svara spurningum í lok fundar.
Hér að neðan er tengill inn á fundinn:
Meeting ID: 361 013 292 165 9
Passcode: xn6zf7Gf