Sameining

Kos­ið um sam­ein­ingu Dala­byggð­ar og Húna­þings vestra

17. nóvember 2025

Dagana 28. nóvember - 13. desember verður gengið til kosninga um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Virka daga frá 28. nóvember til 12. desember verður kosið á skrifstofum sveitarfélaganna á opnunartíma þeirra, en að auki verða kjörstaðir opnir tvo laugardaga á kosningatímabilinu í hvoru sveitarfélagi, þ.á.m. á lokadegi kosninganna þann 13. desember.

Nánari upplýsingar um sameininguna og opnunartíma kjörstaða má finna á vefsíðunni dalahun.is.