Sambandið

Könn­un um þjón­ustu, eft­ir­lit og fram­fylgd reglu­verks ráðu­neyt­is og stofn­ana

17. nóvember 2025

Sambandið vekur athygli á að opið er fyrir netkönnun á vegum innviðaráðuneytisins þar sem óskað er eftir tillögum um hvernig megi bæta þjónustu og einfalda regluverk á vegum ráðuneytisins og stofnana þess.

Nánari upplýsingar

Markmiðið er að bæta þjónustu hins opinbera með því að greina hvort og hvar lagðar eru óþarfar, flóknar eða óljósar byrðar á einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög eða félagasamtök sem þurfa þjónustu eða leita erinda hjá ráðuneytinu eða stofnunum þess.

Könnunin snýr að innviðaráðuneytinu sjálfu og fimm fagstofnunum þess en þær eru: Byggðastofnun, Fjarskiptastofa, Rannsóknarnefnd samgönguslysa, Samgöngustofa og Vegagerðin.

Ábendingar geta verið af ýmsum toga og geta snúið að óþarflega íþyngjandi reglum, skorti á leiðbeiningum eða upplýsingum, þjónustu sem mættu vera stafræn. Loks má koma með tillögur að þjónustu sem vantar eða hvar bæta megi þjónustu í takt við þróun samfélagsins. Eingöngu er tekið á móti ábendingum í gegnum netkönnunina en ekki með umsögnum í gegnum samráðsgáttina.

Nánari upplýsingar og umsagnartengill.