Stafræn vegferð
Vefkaffi - Hvernig getur gervigreind breytt því hvernig sveitarfélög vinna með lög og reglur – og sparað tíma og fjármuni í leiðinni?
Á næsta vefkaffi Sambands íslenskra sveitarfélaga kynnum við Jónsbók, nýstárlega lausn sem tengir saman lög, reglur, samþykktir og dóma með áreiðanlegum heimildavísunum. Jónsbók er þróuð til að styðja við faglega og skilvirka stjórnsýslu – og nú þegar er hún farin að skila ávinningi í daglegu starfi sveitarfélaga. Baldur Hrafn Björnsson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs hjá Skagafirði, flytur erindi þar sem hann deilir reynslu sveitarfélagsins af notkun Jónsbókar. Hann mun sýna hvernig lausnin hefur nýst við að takmarka kostnað við aðkeypta lögfræðiþjónustu, bætt þjónustu við íbúa og samstarfsaðila auk þess að styrkja málsmeðferð með ítarlegri og faglegri svörum.
