Hér að neðan má finna gagnlegar upplýsingar um söfnun og meðhöndlun úrgangs, svæðisáætlanir um meðhöndlun úrgangs, álagningu fyrir meðhöndlun úrgangs og gjáldskrár, og verkefnið Borgað þegar hent er.

Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í úrgangsstjórnun á landinu og er markmið þeirra að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis með bættri auðlindanotkun, að meðhöndlun úrgangs sé markviss og hagkvæm og að handhafar úrgangs greiði kostnaðinn sem felst í meðhöndlun. Rétt meðhöndlun úrgangs kemur einnig í veg fyrir að hætta myndist fyrir heilbrigði manna og dýra og að óþægindi skapist vegna hávaða, ólyktar og sjónrænna áhrifa. Helsta ábyrgð sveitarfélaga við meðhöndlun úrgangs eru:

  • Ákveða fyrirkomulag söfnunar á heimilis- og rekstrarúrgangi
  • Hafa tiltæka farvegi fyrir úrgang
  • Ákvarða flutning og ráðstöfun heimilisúrgangs
  • Setja fram samþykkt um meðhöndlun úrgangs
  • Setja fram svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs
  • Innheimta gjöld fyrir meðhöndlun úrgangs samkvæmt gjaldskrá
  • Starfrækja söfnunar- og móttökustöðvar, ein eða í sameiningu
  • Veita fræðslu og upplýsingar
  • Sjá um hreinsun á opnum svæðum sveitarfélags
  • Ná ákveðnum markmiðum um endurvinnslu og endurnýtingu