Um­hverf­is- og inn­viða­nefnd Sam­bands­ins

Umhverfis- og innviðanefnd Sambandsins er ráðgefandi fyrir stjórn Sambandsins í umhverfis- og innviðamálum sveitarfélaga.  Helstu verkefni nefndarinnar eru m.a. umhverfis- og loftlagsmál, fráveitumál, skipulags- og húsnæðismál, náttúruvernd, orkumál og samgöngumál. Nefndin tekur þátt í undirbúningi stefnumörkunar Sambandsins á þessum sviðum, og veitir álit á stefnumótun, frumvörp og opinberar áætlanir, vekur athygli á málum sem þarfnast úrlausnar á vettvangi Sambandsins og er til ráðgjafar varðandi ýmis mál og viðburði sem tengjast málefnasviðinu. Þannig styrkir nefndin umhverfis- og innviðateymi Sambandsins í sínum störfum og er ráðgefandi um markmið og verkefni teymisins. Formaður nefndarinnar er jafnframt tengiliður hennar inn í stjórn Sambandsins.

Nefndin fundar eftir þörfum og er hægt að nálgast fundargerðir hennar á þessari síðu.

Eftirfarandi fulltrúar sitja í umhverfis- og innviðanefnd Sambandsins

  • Hjördís Ýr Johnson, formaður
  • Guðný Birna Guðmundsdóttir
  • Anton Kári Halldórsson
  • Lovísa Jónsdóttir
  • Stefán Aspar Stefánsson
  • Jón Viggó Gunnarsson
  • Hjörleifur Finnsson