Tímabundinn ráðningarsamningur rennur út
Tímabundnum ráðningarsamningi þarf ekki að segja upp því hann fellur úr gildi við lok samningstíma án uppsagnar.
Rétt er að huga að starfslokum við starfsmanninn til dæmis vegna ýmiskonar frágangs.
Uppsögn áður en tímabundin ráðning rennur út
Hægt er að segja tímabundnum samningi upp áður en hann fellur úr gildi, svo fremi sem hann hefur að geyma heimild til uppsagnar.
Sömu reglur um uppsagnarfrest gilda um tímabundnar ráðningar.