Sveitarfélög og hlutverk þeirra
Miklvægustu verkefni sveitarstjórna:
- Móta stefnu fyrir starfsemi og rekstur sveitarfélagsins og framþróun þess og hafa eftirlit með að henni sé fylgt.
- Forgangsraða ráðstöfun fjármuna og mannafla sveitarfélagsins
- Taka á álitaefnum sem koma upp og varða sveitarfélagið
- Hafa samráð og skipuleggja ákvörðunarferli, þ.á.m. Þátttöku íbúa í ákvörðunartöku.
Sveitarstjórn er fjölskipað stjórnvald og ákvarðanir eru því eingöngu teknar á formlegum sveitarstjórnarfundum.
Sveitarstjórnarfundur: Ákvarðanir hjá fjölskipuðu stjórnvaldi eru ávallt teknar á fundum. Það fyrirkomulag tryggir að hægt sé að rekja hvernig hefur verið staðið að ákvörðunartöku og hverjir beri ábyrgð á henni. Þetta stuðlar líka að því að allir fulltrúar í sveitarstjórn og nefndum standi jafnt að vígi varðandi upplýsingar og undirbúning fyrir ákvörðunartöku. Lykilatriðið er að átta sig á því að sveitarstjórn er fjölskipað stjórnvald sem tekur ákvarðanir á formlegum fundum. Það er því ekki hægt að taka ákvarðanir utan funda, jafnvel þótt allir sveitarstjórnarmenn séu búnir að tala sig saman og eru sammála um þá ákvörðun.
Hlutverk sveitastjórnarfulltrúa er margþætt, en þegar kemur að fjármálum sveitarfélaga þá skiptir stefnumótun og eftirlit mestu máli.
