Stétt­ar­fé­lög starfs­manna sveit­ar­fé­laga

Stéttarfélög eru frjáls félagasamtök sem hafa það aðal verkefni að gæta hagsmuna félagsmanna sinna, m.a. með því að semja um laun og önnur starfskjör í kjarasamningum fyrir hönd félagsmanna og leiðbeina þeim um túlkun þeirra. Hvert stéttarfélag fer með eigið samningsumboð nema það kjósi að hafa samflot eða framselja samningsumboðið til heildarsamtaka sinna. Stundum er gerður kjarasamningur við fleiri stéttarfélög en eitt í einu.  

Kveðið er á um stéttarfélög í stjórnarskránni og í alþjóðasamningum eins og Mannréttindasáttmála Evrópu sem lögfestur er á Íslandi.