Starfsmannasamtöl
Starfsmannasamtal er undirbúið trúnaðarsamtal þar sem starfsmaður og stjórnandi fara í sameiningu yfir þá þætti er varða starf og starfsþróun starfsmanns.
Starfsmannasamtöl hefur reynst mörgum vinnustöðum afar gagnleg til að ræða starfið, frammistöðu og starfsumhverfið. Með starfsmannasamtölum er átt við starfsþróunarsamtal sem fjallað er um í 10. kafla kjarasamninga en samkvæmt þeim kafla á starfsmaður rétt á starfsþróunarsamtali einu sinni á ári.