Starfsfólk sveitarfélaga á rétt á launum samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og þess stéttarfélags sem semur um kaup þess og kjör.

Samband íslenskra sveitarfélaga  fer með samningsumboð fyrir hönd allra sveitarfélaga við gerð kjarasamninga KÍ félaga og Landssamtaka slökkvilis- og sjúkraflutningarmanna. Sambandið fer einnig með samningsumboð við gerð kjarasamninga annarra stéttarfélaga sem samið er við fyrir hönd allra sveitarfélaga utan Reykjavíkur.  

Hvert stéttarfélag fer með eigið samningsumboð nema það kjósi að hafa samflot eða framselja samningsumboðið til heildarsamtaka sinna.  

Í miðlægum kjarasamningi er samið um þætti eins og forsendur launasetningar, vinnutíma, orlof, veikindarétt og fleira auk almennra launahækkana.  

Fundargerðir