Kjaramál
Skora á fulltrúa KÍ að samþykkja undanþágur fyrir fötluð börn
5. febrúar 2025
Samband íslenskra sveitarfélaga skorar á fulltrúa KÍ í undanþágunefnd að samþykkja að veita sveitarfélögum undanþágur til að veita fötluðum börnum samfellda þjónustu á meðan á verkfalli stendur.

Mjög mikilvægt er að tryggja að rof verði ekki á þjónustu við þessa viðkvæmu hópa en þetta er þjónusta sem skiptir börnin miklu máli. Það getur haft mikil og alvarleg áhrif á börnin ef þjónusta við þau fellur niður og fordæmi eru fyrir því að undanþágunefndir stéttarfélaga hafi veitt slíkar undanþágur í verkföllum.