Lýðræði

Beint streymi frá fundi um lýð­ræði og starfs­um­hverfi kjör­inna full­trúa

16. september 2025

Jón Björn Hákonarson, formaður Sambandsins, setti í morgun fund um lýðræði og starfsumhverfi kjörinna fulltrúa. Fundurinn fer fram í Hofi á Akureyri og er í beinu streymi hér á vef Sambandins.

Smelltu hér til að fylgjast með fundinum.

Dagskrá fundarins:

08:30 Húsið opnar. Morgunhressing.  

08:50 Jón Björn Hákonarson, formaður Sambandsins opnar fundinn

09:00 Hjördís Sigursteinsdóttir, dósent við HA: Áhrif rafrænna samskipta á mörkin milli vinnu og einkalífs hjá sveitarstjórum.

09:15 Herdís Haraldsdóttir, ráðgjafi hjá Kveikju hugmyndasmiðju: Fagteymi vegna kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni kjörinna fulltrúa.  

09:30 Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor við HÍ: Starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.

09:45 Sigurborg Kr. Hannesdóttir, ráðgjafi hjá ILDI: Íbúasamráð og þátttaka íbúa.

10:00 Pallborðsumræður. 

10:30 Fundarlok. 

Jón Björn Hákonarson setur fundinn á Akureyri.

Dr. Hjördís Sigursteinsdóttir flutti erindi á fundinum.

Herdís Haraldsdóttir sagði frá fagteymi vegna kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni kjörinna fulltrúa.

Eva Marín Hlynsdóttir fjallaði um starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.