Stjórnsýsluréttur – námskeið í Sveitarfélagaskólanum

Sem kjörnir fulltrúar þurfið þið að hafa gott vald á stjórnsýslurétti til að tryggja lögmæta og faglega ákvarðanatöku. Á þessu námskeiði verður farið yfir lykilatriði stjórnsýsluréttarins með áherslu á ábyrgð og skyldur kjörinna fulltrúa í stjórnsýslunni. Við ræðum málsmeðferðarreglur, hæfisreglur og hvernig unnið er að réttlátri og gegnsærri ákvarðanatöku innan sveitarfélaga. Þetta er kjörið námskeið fyrir alla kjörna fulltrúa sem vilja efla þekkingu sína og styrkja stöðu sína í stjórnsýslunni.

Nauðsynlegt verður að skrá sig á námskeiðið sem mun fara fram á Zoom. Skráningarhlekkur verður settur hér inn þegar nær dregur.