Siðamál
„Sveitarstjórnum ber að setja sér siðareglur sem ná til allra kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn og nefndum og ráðum sem sveitarstjórnin skipar.“
29. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011
Siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út leiðbeiningar til sveitarstjórna um gerð siðareglna og hlutverk siðanefndar sem finna má neðst á þessari síðu. Í leiðbeiningunum eru nýjar sveitarstjórnir minntar á skyldu þeirra skv. 29. gr. sveitarstjórnarlaga til að meta hvort ástæða er til að endurskoða siðareglur sveitarfélagsins og setja siðareglur hafi það ekki þegar verið gert. Jafnframt eru veittar leiðbeiningar um hvernig sé rétt að standa að skráningu siðareglna. Til að fylgja leiðbeiningunum eftir hélt formaður siðanefndarinnar Sigurður Kristinsson kynningu fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar sem var tekin upp þannig að hún gæti nýst fleiri sveitarfélögum. Kynningin er aðgengileg hér. Henni hefur verið skipt upp í tvo hluta. Í fyrri hlutanum fjallar Sigurður um siðferðileg álitamál í starfi kjörinna fulltrúa og í seinni hlutanum svarar hann spurningum bæjarfulltrúa um ýmis álitaefni sem komið hafa upp í þeirra störfum.