Málefni fatlaðs fólks
Þjónusta sem ríkið veitti fötluðu fólki fluttist yfir til sveitarfélaga 1. Janúar 2011. Markmið með tilfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríkis til sveitarfélaga var að:
- bæta þjónustu og auka möguleika til að laga hana að þörfum notenda með hliðsjón af ólíkum aðstæðum,
- stuðla að samþættingu nærþjónustu við íbúa sveitarfélaga,
- tryggja að eitt stjórnsýslustig beri ábyrgð á stærstum hluta almennrar félagsþjónustu, bæta samhæfingu og draga úr skörun ábyrgðarsviða stjórnsýslustiga,
- tryggja góða nýtingu fjármuna,
- styrkja sveitarstjórnarstigið og
- einfalda verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.
Samfara gildistöku laga nr. 38/2018 um þjónustu við fólk með langvarandi stuðningsþarfir annars vegar og hins vegar laga nr. 37/2018 um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga með síðari breytingum, stóðu sveitarfélög frammi fyrir nýjum áskorunum í þjónustu við fatlað fólk.
Á undanförnum árum hafa átt sér stað viðræður milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun þjónustu við fatlað fólk. Þeim viðræðum er hvergi nærri lokið enda hafa sveitarfélögin ítrekað bent á að kostnaður við málaflokkinn sé í miklum vexti og stefni í algjört óefni ef ekkert er að gert.
Yfirlit skýrslna sem hafa verið unnar frá því málefni fatlaðs fólks flutti yfir til sveitarfélaga | Skoða skýrslur |
---|---|
Skýrsla starfshóps um heildarendurskoðun laga nr. 38/2018 | Skoða skjal |
Kostnaðar- og ábyrgðarskipting ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk- áfangaskýrsla I | Skoða skjal |
Kostnaðar- og ábyrgðarskipting ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk- áfangaskýrsla II | Skoða skjal |