Hús­næð­is- og skipu­lags­mál

Sveitarfélögin sinna þýðingarmiklu hlutverki í húsnæðis- og skipulagsmálum og byggðaþróun.

Í skipulagsáætlunum sveitarfélaga birtist stefnumörkun sveitarstjórnar til a.m.k. 12 ára í senn um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar í sveitarfélaginu.

Eitt helsta verkefni Sambandsins á næstu árum verður að vinna að framgangi rammasamnings um aukið framboð á húsnæði sem skrifað var undir í júlímánuði 2022. Tilgangur rammasamningsins er að auka framboð nýrra íbúða til að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf ólíkra hópa samfélagsins til skemmri og lengri tíma og stuðla að auknum stöðugleika og jafnvægi á húsnæðismarkaði á næstu tíu árum. 

Lóðarleigusamningar

- tillögur að heildarlöggjöf

Víðir Smári Petersen og Karl Axelsson í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga