Eft­ir­lits­hlut­verk inn­við­a­ráðu­neyt­is­ins

Ráðherra hefur, með vísan til 2. mgr. 109. gr. sveitarstjórnarlaga, ekki eftirlit með ákvörðunum sveitarfélaga í starfsmannamálum, um gerð kjarasamninga né stjórnsýslu sem fram fer á vegum sveitarfélaganna og öðrum stjórnvöldum á vegum ríkisins er með beinum hætti falið eftirlit með.  

Þrátt fyrir framangreint er þó hægt að bera undir ráðherra ákvörðun sveitarfélags um uppsögn starfsmanns, enda eigi hún rætur að rekja til brota hans í starfi, vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi, til athafna í starfi eða utan þess sem þykja ósamrýmanlegar starfinu eða til annarra sambærilegra ástæðna, sbr. 3. mgr. 111. gr. sveitarstjórnarlaga.