Hin árlega stafræna ráðstefna Samband íslenskra sveitarfélaga verður haldin þann 10. júní 2025. Að venju verður fróðlegt efni og erindi um stafræn mál sveitarfélaga sem starfsmenn, kjörnir fulltrúar og aðrir áhugasamir ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Ráðstefnan verður á Hilton hótelinu við Suðurlandsbraut. Gert er ráð fyrir að ráðstefnan byrji kl.13:00 og ljúki upp úr kl.16:00. Ráðstefnugjaldið er 5.500 kr.
Dagskrá 10. júní 2025
13:00 - Opnun ráðstefnu
- Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
13:10 - Fimm ástæður þess að sveitarfélag ætti að hafa stafrænan leiðtoga
- Sigurjón Ólafsson eigandi Fúnksjón
13:30 - Ábati stafrænna verkefna
- Sveitarfélögin Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Reykjavíkurborg
13:50 - Kostnaður sveitarfélaganna
- Fulltrúi Sambandsins
14:10 - Panell
14:30 - Kaffihlé
15:00 - Samstarf sveitarfélaganna
- Fulltrúi frá Reykjavíkurborg
15:15 - Hvert stefnir Stafrænt Ísland í sínum lausnum?
- Ragnhildur H. Ragnarsdóttir, tækni- og þróunarstjóri hjá Stafrænt Ísland
15:30 - Ísland ótengt og sveitarfélögin
- Aðalsteinn Jónsson, Certis
15:50 - Gervigreind í nútíma samfélagi
- Dr.Hafsteinn Einarsson, dósent hjá Háskóla Íslands