Stafræn ráðstefna Samband íslenskra sveitarfélaga verður haldin þann 25. mars 2026. Að venju verður á dagskránni fróðlegt efni og erindi um stafræn mál sveitarfélaga, þar sem við fáum að heyra frá ólíkum hliðum stafrænnar þróunar innan og utan landssteinanna, sem starfsmenn, kjörnir fulltrúar og aðrir áhugasamir ættu ekki að láta fram hjá sér fara.

Ráðstefnan verður haldin í fyrirlestrasal Grósku. Formleg dagskrá hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 16:00 en dagskrá verður kynnt síðar og munu erindin vera flutt á íslensku og ensku.
Boðið verður upp á veitingar yfir daginn og að ráðstefnu lokinni verður boðið upp á drykki og rými fyrir tengslamyndun meðal ráðstefnugesta og fulltrúa fyrirtækja í stafrænni þróun. Húsið lokar kl. 17:00.
Ráðstefnugjaldið er 18.900 kr.