Morg­un­fund­ur um lýð­ræði og starfs­um­hverfi kjör­inna full­trúa

Í tilefni af 80 ára afmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga stendur Sambandið fyrir morgunfundi um lýðræði og starfsumhverfi kjörinna fulltrúa í Hofi á Akureyri þann 16. september næstkomandi. Léttur morgunverður í boði frá kl. 8:30 og dagskrá hefst kl. 8:50. Streymt verður beint frá fundinum og verður tengill á streymi birtur hér. Áætlað er að fundinum ljúki kl. 10:30. Frítt er á fundinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku. Nánari dagskrá má sjá hér að neðan.

16. september 2025

Menningarhúsið Hof á Akureyri

Kl. 08:30

Skrá á viðburð
Menningarhúsið Hof á Akureyri.
Menningarhúsið Hof á Akureyri.

Dagskrá fundarins:

8:30: Húsið opnar. Morgunhressing.  

8:50: Jón Björn Hákonarson, formaður Sambandsins opnar fundinn. 

9:00: Hjördís Sigursteinsdóttir, dósent við HA: Áhrif rafrænna samskipta á mörkin milli vinnu og einkalífs hjá sveitarstjórum.

9:15: Herdís Haraldsdóttir, ráðgjafi hjá Kveikju hugmyndasmiðju: Fagteymi vegna kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni kjörinna fulltrúa.  

9:30: Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor við HÍ: Starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.

9:45: Sigurborg Kr. Hannesdóttir, ráðgjafi hjá ILDI: Íbúasamráð og þátttaka íbúa.

10:00: Pallborðsumræður. 

10:30: Fundarlok.