Markmið málþingsins er að skapa vettvang fyrir opið samtal um framtíðarsýn, stefnumótun og þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í þjónustu og réttindum fatlaðs fólks. Á málþinginu verður opið samtal um mótun á málaflokknum til framtíðar, skapa vettvang þar sem ólík sjónarmið á sveitarstjórnarstiginu, reynsla og hugmyndir mætast – með það að leiðarljósi að móta skýra og framsækna stefnu sem tryggir réttindi og góða þjónustu fyrir fatlað fólk. Málþingið er eingöngu fyrir sveitarstjórnarfólk og starfsfólk sveitarfélaga. Frítt er á málþingið en nauðsynlegt er að skrá þátttöku. Nánari dagskrá má sjá hér að neðan.