Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga fer fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 20. mars 2025. Lokað hefur verið fyrir skráningu á landsþingið. Þau sem telja sig eiga seturétt á þingið eru vinsamlega beðin um að senda fyrirspurn á Val Rafn Halldórsson, valur@samband.is
20. mars 2025
Hilton Reykjavík Nordica
Kl. 10:00
Beint streymi verður frá XL. landsþingi Sambandsins
Kjörgengi á landsþingi
Kjörgengir sem fulltrúar á landsþingi eru nýkjörnir aðalmenn í sveitarstjórnum og varamenn þeirra jafnmargir að tölu, hvort sem varamaður í sveitarstjórn hefur verið kjörinn sérstaklega við óbundnar kosningar eða hann fær kjörbréf vegna setu á framboðslista við bundnar hlutfallskosningar.
Rétt til setu á landsþingi eiga:
- Kjörnir landsþingsfulltrúar, sem jafnframt hafa atkvæðisrétt.
- Formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka og framkvæmdastjórar sveitarfélaga, sem hafa málfrelsi á þinginu.
- Starfsfólk Sambands íslenskra sveitarfélaga.
- Gestir á vegum Sambandsins.
Fundargögn XL. landsþings 2025
- Ársskýrsla 2025
- Ársreikningur 2025
- Tillaga kjörnefndar að fulltrúum í stjórn Sambandsins
- Breytingartillaga við tillögu kjörnefndar, lögð fram á XL. landsþingi Sambandsins
Tillögur til breytinga á Samþykktum Sambandsins
- Minnisblað yfirlögfræðings um tilefni breytinga á samþykktum Sambandsins
- Tillögur til breytinga á samþykktum Sambandsins ásamt skýringum
- Samþykktir Sambandsins verði þær samþykktar á XL. landsþingi 2025
Tillögur til landsþings
- Tillaga um skipun milliþinganefndar til að endurskoða reglur um stjórnarkjör - uppfærð
- Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. - Tillaga um skipan starfshóps um endurskoðun á samþykktum Sambandsins
- Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar. - Tillaga til ályktunar varðandi flugöryggi og framtíð Reykjavíkurflugvallar
- Ásthildur Sturludóttir Akureyrarbær
- Dagmar Ýr Stefánsdóttir Múlaþingi
- Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir Dalvíkurbyggð
- Finnur Yngvi Kristinsson Eyjafjarðarsveit,
- Gerður Björk Sveinsdóttir Vesturbyggð
- Íris Róbertsdóttir Vestmannaeyjabær
- Katrín Sigurjónsdóttir Norðurþingi,
- Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir Þingeyjarsveit
- Sigríður Júlía Brynleifsdóttir Ísafjarðarbæ,
- Snorri Finnlaugsson Hörgársveit og
- Þórunn Sif Harðardóttir Svalbarðsstrandarhreppi
- Þröstur Friðfinnsson Grýtubakkahreppi.