Fimmtudaginn 5. desember 2024 kl. 12:00-13:00 efnir Sveitarfélagaskólinn til námskeiðs um verkefnastjórnun undir heitinu Skipulag vinnu út frá verkefnastjórnun. Námskeiðið fer fram á Zoom. Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið og verður tengill á námskeiðið sendur til skráðra þátttakenda að morgni námskeiðsdags.
Í fyrirlestrinum mun Dr. Marta Kristín Lárusdóttir, fara yfir grunnatriði varðandi verkefnastjórnun og mismunandi einkenni verkefna. Marta mun kynna þrjá mismunandi ferla fyrir verkefnastjórnun, Fossalíkanið, Scrum og Kanban. Hún mun fjalla um mismuninn á þessum ferlum og hvenær þeir henta best. Marta mun taka dæmi úr daglegu lífi til að útskýra efnið og deila praktískum ráðum fyrir verkefnastjórnun í starfi og daglegu lífi.
Marta Kristín er prófessor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hún hefur kennt námskeið í meistaranámi í verkefnastjórnun við HR, sem hefur fengið virkilega góðar undirtektir hjá nemendum. Marta hefur einnig rannsakað tengsl verkefnastjórnunarferla og árangurs verkefna.