Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

19. sep. 2017 Stjórnsýsla : Alþingiskosningar verða 28. október næstkomandi

Althingishus

Kosið verður til Alþingis laugardaginn 28. október næstkomandi. Þetta kemur fram í forsetabréfi um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda í gær.

Nánar...

18. sep. 2017 Félagsþjónusta og forvarnamál : Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga í deigunni

Husnaedisthing-2017

Húsnæðisþing, nýr vettvangur vegna húsnæðisstefnu stjórnvalda, verður haldið á vegum Íbúðalánasjóðs þann 8. nóvember nk. Stefnt er að því að staðan í gerð húsnæðisáætlana sveitarfélaga verði kynnt á þinginu.

Nánar...

13. sep. 2017 Fjármál : Breytingar í lífeyrismálum kölluðu á nýjar reglur um fjármál sveitarfélaga

Merki_Bru-hvitt

Samhliða jöfnun lífeyrisréttinda á almennum og opinberum vinnumarkaði, hefur sveitarfélögum verið ætlað að gera upp framtíðarhalla A-deildar Brúar með einskiptisframlagi.  Um  verulegar fjárhæðir er að ræða, sem hefðu að óbreyttu raskað fjárhagslegum grundvelli sveitarfélaganna til skemmri tíma litið.

Nánar...

12. sep. 2017 Lýðræði og mannréttindi : Skiptir kyn máli í bæjarpólitík?

Samband sveitarfélaga og Jafnréttisstofa héldu vel heppnaða málstofu á Fundi fólksins 8. september sl., um kynjaáhrif í bæjarpólitík. Svo skemmtilega vill til að spurningunni var svarað ýmist játandi eða neitandi.

Nánar...

12. sep. 2017 Skipulags- og byggðamál : Skipulagsdagurinn 2017

SIS_Skipulags_Byggdamal_760x640

Þjóðgarður á miðhálendinu er á meðal þess sem rætt verður um á Skipulagsdeginum, sem fram fer í Gamla bíói þann 15. september nk. Þá ræðir Mauricio Duarte Pereira, hönnuður á dönsku arkitektastofunni Gehl, um borgarskipulagsmál undir yfirskriftinni „Places are like people“ eða Staðir eru eins og fólk.

Nánar...

12. sep. 2017 Lýðræði og mannréttindi : Sveitarstjórnarkosningar 2018 í deiglunni

jafnretti

Jöfnum leikinn er yfirskrift landsfundar sveitarfélaga um jafnréttismál sem fram fer í Stykkishólmi þann 15. sept. nk. Sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári verða í deiglu landsfundarins ásamt öðrum áhugaverðum og brýnum málefnum líðandi stundar.

Nánar...

06. sep. 2017 Lýðræði og mannréttindi : Samráð við íbúa eykur ánægju og traust

Fjölmennt var á málþingi sambandsins um íbúasamráð sveitarfélaga og þátttöku íbúa sem fram fór á Grand hóteli í Reykjavík í gær. Ný handbók fyrir sveitarfélög er væntanleg, auk þess sem hópur hefur verið settur á fót á Fésbók fyrir umræðu og þekkingarmiðlun á milli sveitarfélaga.

Nánar...

06. sep. 2017 Skólamál : Ný gæðaviðmið í mótun fyrir frístundastarf barna

Trompetleikari_litil

Frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum rennur út 15. september nk. en vonast eftir víðtæku samráða um málið. Drög að markmiðum og viðmiðum fyrir frístundastarf 6 til 9 ára barna hafa nú verið í opnu samráðsferli á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins um nokkurra mánaða skeið.

Nánar...

04. sep. 2017 Skólamál : Námsleyfi grunnskólakennara og skólastjórnenda skólaárið 2018-2019

Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2018–2019.

Nánar...
Síða 1 af 10