Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

20. jan. 2017 Skólamál : Opið fyrir umsóknir í Endurmenntunarsjóð grunnskóla

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2017-2018 (1. ágúst 2017 - 31. júlí 2018). Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 2017.

Nánar...

17. jan. 2017 Kjara- og starfsmannamál : Starf lögfræðings á kjarasviði

Auglysing_logfraedingur

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir laust til umsóknar starf lögfræðings á kjarasviði. Leitað er að einstaklingi, karli eða konu, sem hefur til að bera frumkvæði, þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, nákvæmni í vinnubrögðum, lausnamiðaða hugsun og hæfni til að vinna sjálfstætt og með öðrum að fjölbreyttum verkefnum.

Nánar...

17. jan. 2017 Skólamál : Morgunverðarfundur um geðheilbrigði skólabarna

Föstudaginn 3. febrúar fer fram morgunverðarfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál í Gullteigi A á Grand hóteli í Reykjavík.

Nánar...

10. jan. 2017 Félagsþjónusta og forvarnamál : Nýtt fyrirkomulag húsnæðisstuðnings tók gildi um áramót

Husin-i-baenum-031

Um nýliðin áramót tók gildi nýtt fyrirkomulag á opinberum húsnæðisstuðningi. Á vef sambandsins koma fram ýmsar upplýsingar um nýja fyrirkomulagið.  Velferðarráðuneytið hefur gefið út leiðbeinandi reglur um framkvæmd þess sérstaka (viðbótar) húsnæðisstuðnings, sem sveitarfélög munu framvegis veita.

Nánar...

09. jan. 2017 Umhverfis- og tæknimál : Kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á leik- og íþróttavöllum

Fyrir helgi gaf umhverfis- og auðlindaráðherra út áætlun um hvernig skipta eigi út kurluðu dekkjagúmmíi fyrir hættuminni efni á leik- og íþróttavöllum. Útgefin áætlun er í samræmi við tillögur skipaðs vinnuhóps og gerir ráð fyrir því að fyrir árslok 2019 verði búið að skipta kurluðu dekkjagúmmíi út fyrir hættuminni efni á 60% allra leik- og íþróttavalla þar sem laust kurl kemst í beina snertingu við iðkendur, 80% leik- og íþróttavalla fyrir árslok 2022 og að verkinu verði lokið að fullu fyrir árslok 2026. 

Nánar...

05. jan. 2017 Skólamál : Kynning á niðurstöðum PISA

Miðvikudaginn 7. desember efndi Menntavísindasvið Háskóla íslands og Menntamálastofnun til kynningarfundar um niðurstöður PISA könnunar 2015. Á fundinum fjölluðu sérfræðingar um læsi á náttúruvísindi, stærðfræði og lesskilning og að lokum fjölluðu Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar og Gylfi Jón Gylfason, sviðsstjóri hjá sömu stofnun, um mögulegar leiðir til úrbóta.

Nánar...

05. jan. 2017 Sjónarmið : Gott samstarf við nýja ríkisstjórn er sveitarfélögum mikilvægt

Karl Björnsson

Ég óska sveitarstjórnarmönnum og starfsfólki sveitarfélaga gleðilegs nýs árs og þakka fyrir mikið og gott samstarf á liðnum árum. Þegar þetta er ritað á öðrum degi hins nýja árs standa enn yfir stjórnarmyndunarviðræður eftir alþingiskosningarnar sem haldnar voru 29. október 2016. Afurð slíkra viðræðna þegar tilteknir stjórnmálaflokkar hafa náð saman um myndun ríkisstjórnar með stuðningi meirihluta á Alþingi er svokallaður stjórnarsáttmáli sem er stefnuyfirlýsing nýrrar stjórnar um þau mál sem lögð verður áhersla á að framkvæma á kjörtímabilinu.

Nánar...

02. jan. 2017 Stjórnsýsla : Breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald

Althingishus

Hinn 31. maí 2016 voru samþykktar breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, sbr. lög nr. 67/2016. Lögin tóku gildi þann 1. janúar 2017, en þann 30. desember sl. var ný reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald send til birtingar í Stjórnartíðindum. Með nýrri löggjöf verður einstaklingum heimilt að leigja út heimili sitt og aðra fasteign sem hann/hún hefur til persónulegra nota í allt að 90 daga á ári. Jafnframt er gert það skilyrði að tekjur einstaklings af leigu fari ekki yfir 2 milljónir kr. á ári.

Nánar...

02. jan. 2017 Stjórnsýsla : Málefni sveitarfélaga - styrkir til meistaranema

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Samband íslenskra sveitarfélaga veitir nú í annað sinn  allt að þremur meistaranemum styrki  til að vinna lokaverkefni á sviði sveitarstjórnarmála sem tengjast stefnumörkun sambandsins 2014-2018. Til úthlutunar er að þessu sinni allt að 750.000 kr. og stefnt er að því að veita þrjá styrki.

Nánar...
Síða 1 af 10