Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

13. nóv. 2017 Skipulags- og byggðamál : Lokaskýrsla um forsendur þjóðgarðs á miðhálendinu er komin út

Byggja þarf upp kjarnastarfsemi sem fylgt getur eftir aukinni áherslu á vernd hálendisins samhliða sjálfbærri nýtingu sem rúmast innan verndarsvæða. Fjallað er um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands í lokaskýrslu nefndar sem skipuð var á síðasta ári vegna málsins.

Nánar...

12. nóv. 2017 Skipulags- og byggðamál : Sveitarfélagið Garður og Sandgerðisbær sameinast

Sameining Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar á Reykjanesi var samþykkt í íbúakosningum sem fram fóru í gær. Var sameiningin samþykkt með 71,5% atkvæða í Garði og rúmum 55% í Sandgerði.

Nánar...

10. nóv. 2017 Stjórnsýsla : Endurskoðun lokið vegna eftirlits á stjórnsýslu sveitarfélaga

Nýjum verklagsreglum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um frumkvæðismál er ætlað að stuðla að virku stjórnsýslueftirliti hjá ráðuneytinu, en því er skv. sveitarstjórnarlögum heimilt að hafa frumkvæði að formlegri umfjöllun vegna meintra annmarka á stjórnsýslu sveitarfélaga. 

Nánar...

10. nóv. 2017 Sjónarmið : Tuttugu ár frá yfirfærslu grunnskólans – hver er staðan?

Halldor_Halldorsson

Sveitarfélögin tóku við öllum rekstri grunnskólans af ríkinu árið 1996. Tuttugu ár eru ekki langur tími í skólasögu okkar og lætur e.t.v. nærri að þetta sé nálægt þeim árafjölda sem hvert okkar ver að jafnaði til skólagöngu á lífsleiðinni, frá upphafi leikskóla. Á þessum rúmu tveimur áratugum hafa hlutir þróast ótrúlega hratt en mjög skiptar skoðanir eru um árangurinn. Hörðustu gagnrýnendurnir álíta að skólakerfið sé hálf stjórnlaust og að sveitarstjórnir hafi alltof lítil áhrif á þróunina, auk þess sem námsárangri fari hrakandi og því  réttast að ríkið taki yfir grunnskólastigið á ný. Þeir eru þó örugglega fleiri sem telja að sveitarfélögin hafi staðið vel undir þeirri ábyrgð sem sett var á herðar þeirra, þótt alltaf sé hægt að gera betur.

Nánar...

09. nóv. 2017 Skipulags- og byggðamál : Málþing um flutningskerfi raforku

Endurnýjun á flutningskerfi raforku hefur ekki átt sér stað og illa hefur gengið að koma endurnýjun lína eða nýjum línuleiðum í gegnum umsóknarferli og á framkvæmdastig. Þessi staða kemur niður á atvinnulífi, ekki síst í landsbyggðunum. Raforkumál og flutningskerfi raforku verða til umfjöllunar á málstofu Byggðastofnunar 21. nóv. nk.

Nánar...

08. nóv. 2017 Skólamál : Hver vill koma að kenna?

Sólveig María Árnadóttir, nemi við HA og Hjörvar Gunnarsson, nemi við MVS, deildu með skólaþinginu ástæðu þess að þau völdu að fara í kennaranám. Einnig veltu þau nýliðunarvandanum fyrir sér.

Nánar...

08. nóv. 2017 Skólamál : Niðurstöður úr umbótaáætlunum liggja fyrir

Komin er út samantekt samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara vegna starfsumhverfis kennara og vinnumats í grunnskólum. Greindar eru niðurstöður umbótaáætlana sem gerðar hafa verið í grunnskólum landsins ásamt lokaskýrslum sveitarfélaga vegna málsins. Bjarni Ómar Haraldsson, sérfræðingur á kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, kynnti þessa nýútkomnu samantekt á skólaþingi sveitarfélaga.

Nánar...

08. nóv. 2017 Skólamál : Hvar eru kennararnir?

Við verðum að snúa blaðinu við! Neikvæð orðræða um kennarastarfið og skólastarf í leik- og grunnskólum hefur leitt til þess að ungt fólk íhugar kennaranám ekki sem valkost lengur. Svandís Ingimundardóttir, skólamálafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, fjallaði um nýliðunarvanda í kennarastétt á skólaþinginu.

Nánar...

07. nóv. 2017 Skólamál : Tökum nýjan kúrs

Mikilvægt er að heildstæð sýn á gæðamenntun fyrir alla leysi af hólmi þá „úrræðavæðingu” sem einkennt hefur þróun skólastarfs. Hættum að reyna að breyta nemendum og gerum skólaþjónustu um land allt að raunverulegri stoð fyrir gæðamenntun og faglega starfsþróun. Fjallað var um menntun án aðgreiningar á skólaþingi sveitarfélaga 2017.

Nánar...

07. nóv. 2017 Skólamál : Gæðamenntun fyrir alla alls staðar

Sameiginleg þjónustusvæði fyrir menntamál, heilbrigðismál og félagsþjónustu eru á meðal þeirra aðgerða sem  lagðar eru til af stýrihópi um eftirfylgni við úttekt Evrópumiðstöðvar á menntun án aðgreiningar. Enda þótt skólakerfið sé tiltölulega vel fjármagnað má nýta fjármagnið betur og með markvissari hætti. Aðgerðaráætlun stýrihópsins var til umræðu á skólaþingi sveitarfélaga.

Nánar...
Síða 1 af 10