Velsældarþing í Hörpu dagana 11.-12. júní 2024.
Embætti landlæknis skipuleggur alþjóðlegt Velsældarþing, Wellbeing Economy Forum í Hörpu, dagna 11. og 12. júní nk. í samstarfi við forsætisráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið. Aðrir samstarfsaðilar eru Samband íslenskra sveitarfélaga, en auk þess Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO), Efnahags- og framfarastofnunin (OECD), Menningarmálastofnunar SÞ (UNESCO) Festa-miðstöð um sjálfbærni, Reykjavíkurborg, Wellbeing Economy Governments (WEGo) og Wellbeing Economy Alliance (WEAll). Dagskráin er afar glæsileg með fjölda fyrirlesara, erlendra og innlendra. Nánari upplýsingar um dagskrá o.fl. eru á vef þingsins.
Innleiðing velsældarhagkerfis, sem styðst við félagslega og umhverfislega mælikvarða auk þeirra efnahagslegu, sem eingöngu er litið til við núverandi hagmælingar (GDP), er afar mikilvægur þáttur í að stuðla að sjálfbærri þróun. Ísland hefur sýnt mikilvæga forystu á sviði velsældarhagkerfis í tíð núverandi ríkisstjórnar, sem vakið hefur athygli víða á alþjóðavettvangi.
Velsældarþinginu er skipt upp i 7 hluta. Fyrri dag þingsins, þriðjudaginn 11. júní hefst dagskrá kl. 13 og þá verður fjallað um velsældarhagkerfi, ungt fólk og framtíðarkynslóðir, þar á eftir verða flutt formlega opnunarerindi þingsins um velsældarhagkerfi og pólitíska stefnumörkun, og loks verður frumsýnd heimildamyndin ,,Purpose" sem fjallar um frumkvöðlastarf einstaklinga og hreyfinga sem hafa beitt sér fyrir innleiðingu velsældarhagkerfis.
Síðari dagur þingsins miðvikudaginn 12. júní hefst kl. 8:30 og þá verður fjallað velsældarhagkerfi og opinber fjármál, velsældarhagkerfi og heilsu, velsældarhagkerfi og sveitarfélög/borgir (kl. 13:30-15) og loks velsældarhagkerfi og fyrirtæki og atvinnulíf.
Skráning: Velsældarþingið í Hörpu, sérstakur skráningarhlekkur fyrir sveitastjórnafólk: https://tix.is/en/harpa/specialoffer/tickets/16909/
Forviðburður Velsældarþings í ráhúsi Reykjavíkur 11. Júní kl. 9 - Wellbeing Economy and Healthy Cities Network: How to Engage Local Decision Makers
Sérstök athygli er vakin á þessum forviðburði í ráðhúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 11. júní kl. 9-11 sem Reykjavíkurborg, Heilsueflandi samfélag (landsnet Healthy Cities á íslandi) og WHO Healthy Cities Network hafa skipulagt í sameiningu. Markmið viðburðarins eru að miðla upplýsingum um árangursríkar leiðir til að stjórnvöld á sveitarstjórnastigi/borga innleiði aðgerðir sem miða að heilsu og vellíðan allra íbúa og gefa þátttakendum tækifæri til að hittast og mynda tengsl. Kira Fortune sem fer fyrir starfi WHO Healthy Cities í Evrópu stýrir málþinginu.
Skráning: Þátttaka er án endurgjalds en til að auðvelda skipulagið er mikilvægt þau sem ætla að mæta á staðinn SKRÁI SIG HÉR.
Hlekkur í streymi (verður í boði fyrri hluta dagskrárinnar)