Heimsmarkmiðin og norræn sveitarfélög – Vefþing Nordregio

Eru málefni tengd Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á þínu borði? Þann 10. og 17. febrúar heldur Nordregio vefþing í tengslum við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Annars vegar verður til umfjöllunar með hvaða hætti skipulag getur haft áhrif á hegðun íbúa og þannig stuðlað að grænni og sjálfbærari borgum og sveitarfélögum. Hins vegar verður fjallað um vinnu norrænna sveitarfélaga þegar kemur að mælikvörðum og markmiðasetningu í tengslum við heimsmarkmiðin.