Upplýsingafundur um Hefjum störf!

Samband íslenskra sveitarfélaga í samstarfi við félagsmálaráðuneytið og Vinnumálastofnun efna til opins upplýsingafundar fyrir sveitarfélög um hið nýja átaksverkefni Hefjum störf mánudaginn 19.apríl kl. 15:00. Fundurinn fer fram á Teams. Á fundinum mun félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, byrja á því að kynna átakið, Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga mun lýsa því með hvaða hætti átakið geti nýst sveitarfélögum og að lokum mun sérfræðingur frá Vinnumálastofnun lýsa nánari útfærslu verkefnisins fyrir sveitarfélög. Fundargestir munu að lokum geta spurt spurninga.

Fundurinn hefst kl. 15:00 og fer fram í Teams. Smelltu á myndina til að tengjast fundinum.

Dagskrá

  • Fundarsetning
    Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga
  • Kynning á verkefninu
    Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra
  • Á hvaða hátt getur átakið nýst sveitarfélögum
    Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
  • Útfærsla verkefnisins fyrir sveitarfélög
    Sérfræðingur frá Vinnumálastofnun

Fundartími ver[ur að hámarki 60 mínútur.

Smelltu hér til að tengjast fundinum.