Streymisfundur um skilavegi

Samband íslenskra sveitarfélaga og Vegagerðin boðaði til sameiginlegs fjarfundar til að kynna niðurstöður starfshóps um skil á þjóðvegum í þéttbýli til sveitarfélaga. Í starfshópnum áttu sæti fulltrúar frá Vegagerðinni og Sambandi íslenskra sveitarfélaga en í vinnuhópi (faghópi) um aðferðafræði við mat á ástandi vega og framkvæmd ástandsmats áttu sæti fulltrúar frá sömu aðilum en EFLU verkfræðistofu falin umsjá með vinnu hópsins.

Skýrsla starfshópsins liggur nú fyrir, ásamt skýrslu vinnuhóps (faghóps) um ástandsmat þeirra þjóðvega í þéttbýli sem teknir voru til skoðunar.

Til fundarins voru boðaðir fulltrúar þeirra sveitarfélaga sem málið varðar. Fundurinn var jafnframt tekinn upp og verður upptaka frá honum aðgengileg hér að neðan.

09:30 Tilefni og aðdragandi fundar
Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga
09:45 Forsendur og niðurstöður starfhóps um skilavegi
Stefán Erlendsson forstöðumaður lögfræðideildar Vegagerðarinnar
10:00 Aðferðafræði við mat á ástandi skilavega og niðurstaða ástandsmats
EFLA verkfræðistofa / Vegagerðin
10:30 Næstu skref – tilhögun á skilum vega
Stefán Erlendsson forstöðumaður lögfræðideildar Vegagerðarinnar
10:45 Fyrirspurnir og umræður

Fundarstjóri var Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Til fundarins voru boðaðir fulltrúar eftirtalinna sveitarfélaga:

  • SSH: Garðabær, Hafnarfjarðarbær, Kópavogsbær, Mosfellsbær, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær,
  • SSV: Borgarbyggð, Akraneskaupstaður
  • FV: Ísafjarðarbær, Reykhólahreppur, Tálknafjarðarhreppur
  • SSNV: Sveitarfélagið Skagafjörður
  • SSNE: Akureyrarkaupstaður, Langanesbyggð
  • SSA: Fjarðabyggð, Múlaþing
  • SASS: Skaftárhreppur