Stofnfundur landsbyggðar húsnæðissjálfseignarstofnunar verður haldinn á Teams þriðjudaginn 23. febrúar kl. 12:30-14:00.
- Fundargerð framhaldsaðalfundar 4. mars.
- Fundargerð stofnfundar sem haldinn var 23. febrúar.
- Fundargerð fundarins sem haldinn var 20. janúar 2022.
- Tengill á könnun sem HMS hefur útbúið og verður send á sveitarfélög.
Markmið fyrirhugaðs félags verður að stuðla að uppbyggingu og framboði á almennum íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins. Gert er ráð fyrir því að öll sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins geti lagt íbúðir inn í félagið eða tekið þátt í uppbyggingu. Markmiðið er að ná fram stærðarhagkvæmni sem næst ekki með litlum hses. félögum sem eiga aðeins fáar íbúðir.
Á fundinum verður kynnt vinna sem farið hefur fram að undanförnu í góðu samstarfi HMS og sambandsins um drög að samþykktum fyrir félagið og önnur mikilvæg atriði sem vonandi munu auðvelda sveitarstjórnum að taka ákvörðun um þátttöku í félaginu.
Upptaka frá fundinum
Drög að dagskrá:
- Yfirferð yfir drög að samþykktum.
Drög að samþykktum voru send út 16. febrúar. Hafi stofnendur athugasemdir við drögin óskast þær sendar tímanlega fyrir fund. - Ákvörðun um nafn stofnunarinnar
Tillaga hefur komið fram um nafnið Brák hses. Hafi stofnendur aðrar tillögur óskast þær sendar fyrir fundinn. - Ákvörðun stofnfjár
Lágmarks stofnfé er 1.000.000 kr. en í drögum að samþykktum er lagt til að stofnfé verði 1.500.000 kr. eða 50.000 kr. á hvern stofnaðila. Tillögu að öðru fyrirkomulagi óskast sendar fyrir fund. - Kosning stjórnar
Í fyrirliggjandi drögum er gert ráð fyrir að stjórnarmenn séu fimm og samkvæmt bráðabirgðaákvæði sinna þeir hlutverki fulltrúráðs fram að því að það er skipað. Óskað er eftir tilnefningum í stjórn fyrir fundinn. - Dagsetning framhaldsstofnfundar (ef þörf er á).