Stafræn sveitarfélög – samvinna er lykillinn

Ráðstefna um samvinnu stafrænna sveitarfélaga fer fram í Origo höllinni föstudaginn 6. október kl. 09:-16:00.

Þema ráðstefnunnar verður samstarf, ávinningur, tæknilegir innviðir og framtíð.

Eftirfarandi spurningum verður svarað:

  • Hvernig gerum við meira fyrir minna?
  • Hvernig spörum við tíma starfsfólks?
  • Hvernig aukum við svigrúm til faglegrar þjónustu og skapandi hugsunar?
  • Hvernig leysum við úr læðingi skilvirkni í rekstri, þjónustu og samskiptum?

Takið daginn frá!

Dagskráin kemur fljótlega.

Ráðstefnugjald: 5.500 kr. (Veitingar innifaldar)

Skráning fer fram á vefsíðu Stafrænna sveitarfélaga.