Vefráðstefna sveitarfélaga um stafræna umbreytingu var haldin 29. september 2021 kl. 09:00-12:30.
Á vefráðstefnunni var sagt frá verkefnum sem sveitarfélögin vilja vinna að í samvinnu í framhaldi könnunar þess efnis sem framkvæmd var í sumar. Verkefnatillögurnar hafa verið metnar frekar og áhugavert verður að heyra að hvaða verkefnum verður unnið í samstarfinu árið 2022.
Kynnt var hvernig umsókn um fjárhagsaðstoð á Ísland.is mun virka fyrir sveitarfélög og umsækjendur, og hvernig tæknileg högun verður gagnvart sveitarfélögum.
Sveitarfélög sögðu m.a. frá því hvernig þau hafa nýtt sér samstarfið til að hraða stafrænni umbreytingu sinni. Kynnt var nýtt lausnatorg á stafraen.sveitarfelog.is og hvernig stafrænt þróunarteymi sambandsins ætlar sér að vinna á næsta ári með sveitarfélögum.
Upptaka hér að neðan.