Skör ofar – þriðji fundur

SKÖR OFAR - Áfanganiðurstöður forverkefnis um framtíðarlausnar til meðhöndlunar brennanlegs úrgangs í stað urðunar

Miðvikudaginn 27. október kl. 12:00-13:00 efnir Samband íslenskra sveitarfélaga og stýrihópur um hátæknibrennslu úrgangs til opins kynningarfundar á Teams. Fundurinn er þriðji fundurinn í kynningarröð forverkefnis um innleiðingu nýrrar framtíðarlausnar til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað urðunar.

Unnið er að því að innleiða hringrásarhagkerfi á Íslandi og að ná settum markmiðum um endurvinnslu. Þrátt fyrir að það takist má búast við að ávallt falli til einhver úrgangur sem hvorki er hæfur til endurnotkunar né endurvinnslu. Á þessum fundi verður farið yfir úttekt á heppilegust tæknilegu útfærslu hátækni sorpbrennslustöðvar, og fyrstu grófu hugmyndir um kostnað við slíkt verkefni.

Tengill inn á fundinn verður sendur til skráðra fundarmanna að morgni fundardags auk þess sem hann verður inn á vefsíðu sambandsins. Fundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn hér að neðan.

1. Opnun fundar
Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga
2. Technical Solutions for a Waste-to-Energy Plant
Nels Toft Rasmussen, sérfræðingur hjá dönsku verkfræðistofunni Cowi
3. Umræður, spurningar og svör
4. Verkáætlun forverkefnis, staðan og áframhaldið
Helgi Þór Ingason, prófessor og verkefnisstjóri forverkefnis
5. Fundarslit
Fundarstjóri: Guðjón Bragason hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga